Katla félagsmannasjóður færir sjóðfélögum og samstarfsaðilum sínar bestu kveðjur og óskir um farsælt og gæfuríkt komandi ár.
Nú í lok árs í samvinnu sjóðsins, stéttarfélaga og launagreiðanda hefur sjóðurinn unnið að útgreiðslu styrkja vegna starfsársins 2024 sem án viðeigandi upplýsinga var ekki hægt að greiða út fyrr á árinu 2025.
Á nýju ári, í byrjun febrúar 2026 vegna starfsársins 2025 mun Katla aftur úthluta og greiða út styrki úr sjóðnum.