Katla félagsmannasjóður

Aðildarfélög inna BSRB sem semja fyrir starfsmenn sveitarfélaga, sömdu um Kötlu félagsmannasjóð í kjarasamningum aðildarfélaganna og Sambands Íslenskra sveitarfélaga  í mars 2020, með gildistíma frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023. Aðild að sjóðnum eiga einnig eftir atvikum félagsmenn sem starfa hjá tengdum aðilum s.s. Hjallastefnu, á hjúkrunarheimilum og þeim sem eru með sama ákvæði í kjarasamningi Sambandsins og aðildarfélaganna

Hlutverk sjóðsins er að auka tækifæri sjóðsfélaga til starfsþróunar, m.a. með því að sækja sér fræðslu og endurmenntun og með því að sækja ráðstefnur, þing og námskeið til þess að þróa sína starfshæfni.

Tekjur sjóðsins voru 1,24% af heildarlaunum þeirra starfsmanna sem aðild eiga að sjóðnum samkvæmt grein 13.10 í kjarasamningi. Þar sem gerð er krafa um háskólapróf til starfsins og viðkomandi félagsmaður uppfyllir þá er greitt i Vísindasjóð vegna hans en ekki í félagsmannasjóð svo hann á því ekki rétt hér.

 Aðildarfélög að Kötlu félagsmannasjóði eru öll bæjarstarfsmannafélög BSRB, Sameyki vegna starfsmanna sveitarfélag utan Reykjavíkurborgar, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Sjúkraliðafélag Íslands sjá nánar

Stjórn sjóðsins er kosin á aðalfundi til þriggja ára í senn. Hana skipa fjórir fulltrúar þeirra félaga sem að sjóðnum standa 

 


 

 

 

Ef spurningar vakna þá þarf að leita til þess stéttarfélags sem viðkomandi er aðili að

Ekki er skilyrði að hafa lagt út fyrir námi/námskeiði til að hljóta styrk úr sjóðnum

Styrkur úr Kötlu félagsmannasjóði skerðir ekki möguleika á styrkjum frá öðrum sjóðum stéttarfélaganna

 

  • Katla félagsmannasjóður 
  • kt. 411220-0360
  • Grettisgata 89
  • 105 Reykjavík