Katla félagsmannasjóður
Katla félagsmannasjóður var til í kjarasamningum aðildarfélaga BSRB sem eiga aðild að sjóðum, og Sambands Íslenskra sveitarfélaga árið 2020. Samið var um framlengingu á sjóðnum og hækknnun framlags í júní 2024. Aðild að sjóðnum eiga eftir atkvikum félagsmenn sem starfa hjá tengdum aðilum s.s. Hjallastefnu, hjúkrunarheimilum og þeim sem eru með sama ákvæði og er í kjarasamningi Sambandsins og aðildarfélaganna. Með gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.
Sjóðurinn var stofnaður með samþykktunum þann 22. október 2020. Innheimta iðgjalda hófst frá og með 1. janúar 2020.
Tekjur sjóðsins frá 1. apríl 2024 er 2,20% af heildarlaunum þeirra starfsmanna sem undir sjóðinn heyra, (frá 1. janúar til 31. mars 2024 var framlagið 1,24%).
Aðildarfélög að Kötlu félagsmannasjóð eru öll bæjarstarfsmannafélög innan BSRB, Sameyki vegna starfsmanna sveitarfélag nema Reykjavíkurborgar og Sjúkraliðafélag Íslands sjá nánar.
Stjórn sjóðsins er kosin á aðalfundi til þriggja ára í senn. Hana skipa fjórir fulltrúar þeirra félaga sem að sjóðnum standa.
Hlutverk sjóðsins er m.a. að auka tækifæri sjóðsfélaga til starfsþróunar, m.a. með því að sækja sér fræðslu og endurmenntun og með því að sækja ráðstefnur, þing og námskeið til þess að þróa sína starfshæfni.
Styrkur úr Kötlu félagsmannasjóði skerðir ekki möguleika á styrkjum frá öðrum sjóðum stéttarfélaganna.
Katla félagasmannsjóður er staðsettur í
BSRB-húsinu, Grettisgötu 89, 1. hæð.
Ef spurningar vakna þá þarf að leita til þess stéttarfélags sem viðkomandi er aðili að.